Þegar George Stephen, stofnandi Weber-Stephen Products Co. hannaði fyrsta kúlulaga grillið árið 1952 gerði hann bakgarðs byltingu. Hann var þreyttur á öllum opnu grillunum þar sem maturinn komst í snertingu við vind og ösku, að auki kviknaði auðveldlega í matnum á þessum opnu grillum. Hann ákvað því að taka málið í sínar hendur.

Á þessum tíma vann George í Weber Brothers Metal Works í Chicago við að sjóða saman baujur. Það var þar sem hugmynd George byrjaði að taka á sig mynd. Hann vissi að kúlulaga baujan var lykillinn að velgengni. Hann skar í sundur eina bauju, setti þrjá fætur á neðri partinn, handfang á þann efri og fór svo með gripinn með sér heim að vinnudegi loknum. Nágrannar George hlógu þegar þeir sáu þetta öðruvísi grill, en þegar þeir höfðu smakkað hjá honum fullkomlega grillað kjöt, sáu þeir að nauðsynlegt var að eignast eitt sjálfir. Á skömmum tíma varð „heimska“ George svo eftirsóknarverð að hann komst ekki yfir að anna eftirspurn. Weber® grill boltinn fór að rúlla og varð fljótt amerískt tákn um góðan mat og skemmtun.

George Stephen fór til sjónvarpsstöðva um öll Bandaríkin og gerði sýnikennslu á Weber® grilli og sýndi fólki ávinninginn af því að nota lokið þeger grillað er.

Enn er Weber-Stephen Products Co. með sama áhuga á grillum og grillmennsku, og er í dag þekkt sem einn af fremstu framleiðendum á gas og kolagrillum ásamt úrvali fylgihluta.